Breska þingkonan Kate Hoey til Íslands

kate-hoeyMánudaginn 19. nóvember efnir Íslenskt þjóðráð – IceWise til málþings á veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíð við hlið Keiluhallarinnar kl. 17:15. Sérstakur gestur verður breski þingmaðurinn Kate Hoey, sem er þingmaður Verkamannaflokksins í Vauxhall í Lundúnum. Kate er frá Norður-Írlandi. Hún er skeleggur málssvari þess, að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um aðild að Evrópusambandinu. Fyrirlestur Kate nefnist: Hættur Evrópuaðildar – The Dangers of Joining the EU.

Það er tími til kominn að hætta að vera litlir Evrópumenn, heldur verða sannir alþjóðasinnar,” sagði Kate Hoey í umræðum um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í breska þinginu í október 2011. Hún varar eindregið við lýðræðishalla Evrópusambandsins.

Hallur Hallsson, formaður Þjóðráðs, mun fjalla um þá breyttu heimsmynd sem blasir við Íslendingum, nú þegar Varnarliðið er á braut og Ísland er í aðlögunarferli að Evrópusambandinu. Fyrirlestur Halls nefnist: Ísland á ný á evrópsku áhrifasvæði.

Jón Kristinn Snæhólm, varaformaður Þjóðráðs er sagn- og stjórnmálafræðingur frá Edinborgarháskóla. Mastersritgerð hans er um sjávarútvegsstefnu ESB. Fyrirlestur Jóns Kristins nefnist: Ísland og sjávarútvegsstefna ESB.

Kate Hoey í breska þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslu.