Brian Cowen er búinn að lesa Lissabon-sáttmálann!

Forsætisráðherra Írlands, Brian Cowen, barðist af krafti fyrir því að Írar samþykktu Lissabon-sáttmálann svonefndan (þ.e. Stjórnarskrá Evrópusambandsins) í þjóðaratkvæði sem fram fór sumarið 2008. Stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna var hann spurður að því hvort hann hefði sjálfur lesið þennan sáttmála sem hann vildi svo mjög fá samþykktan. Spurningin kom flatt upp á hann og neyddist hann til þess að viðurkenna að það hefði hann alls ekki gert.

Cowen er nú aftur að berjast fyrir samþykkt Lissabon-sáttmálans eftir að Írar höfnuðu honum á síðasta ári. Írum er ætlað að kjósa um sáttmálann upp á nýtt, nákvæmlega sama doðrantinn, vegna þess að þeir komust að rangri niðurstöðu í fyrra skiptið að mati ráðamanna í Brussel. Nú nýverið lýsti Cowen því yfir af því tilefni að hann hefði loksins komið sér að því að lesa sáttmálann sem hann er svo ákafur í að fá landa sína til þess að gangast undir.

Heimild:
Cowen says he has now read the full text of Treaty (Independent.ie 23/06/09)