Brottkast í Norðursjó jafn mikið og landaður afli

Dönsk stjórnvöld hafa upplýst að sjómenn innan Evrópusambandsins eru taldir hafa hent jafnmiklum afla úr Norðursjó aftur í sjóinn á síðasta ári og þeir lönduðu eða 24 þúsund tonnum. Forystumenn Evrópusambandsins hafa sem kunnugt er loksins gengist við því að sameiginleg sjávarútvegsstefna sambandsins sé handónýt. Það hefur hún þó verið í fjölda ára og margoft verið bent á það og rannsóknir gerðar sem leitt hafa það í ljós. Það hefur þó ekkert verið gert í málinu af hálfu ráðamanna í Brussel. Hins vegar hefur aldrei skort á hástemmdar yfirlýsingar um að til stæði að koma hlutunum í betra horf. Sama er uppi á teningnum nú.

Heimild:
Storm threatens as Brussels trawls for answer (Ft.com 20/05/09)