Chomsky: kynþáttaandúð í ESB

Evrópusambandið sýnir kynþáttaandúðAndófsmaðurinn og mannréttindafrömuðurinn Noam Chomsky sakar Evrópusambandið um að meina Tyrkjum inngöngu í sambandið á grundvelli kynþáttaandúðar á múslímum. Tyrkland sóttist fyrst eftir inngöngu í Evrópusambandið fyrir 40 árum. Lengi vel streittist Brussel gegn umsókn Tyrklands en tók þó upp samningaviðræður árið 2005. Engar líkur eru á því að þeim samningaviðræðum ljúki á næstunni.

Chomsky, sem er bandarískur ríkisborgari, segir kynþáttahatur stjórna afstöðu Evrópusambandsins til Tyrkja sem eru múslímar. Í viðtali við tyrkneskt dagblað, sem birtist í endursögn hins danska Politiken, segir Chomsky einu raunverulegu ástæðuna fyrir því að Tyrkjum sé haldið utan Evrópusambandsins vera að þeir séu múslímar. Hann vitnar til orða Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem sagði arfleifð Evrópu byggjast á gyðingdómi og kristni. Múslímar verða að sætta sig við þá staðreynd, er haft eftir Merkel.

Chomsky gagnrýnir harðlínustefnu Evrópusambandsins gagnvart múslímum, en stefnan birtist m.a. í óvægari meðferð á innflytjendum.