Drögum ESB-umsóknina til baka

Framkvæmdastjórn Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fagnar tillögu að þingsályktun sem  um að Ísland dragi tilbaka umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Engar haldbærar forsendur eru fyrir umsókninni, hvorki á Alþingi né meðal þjóðarinnar. Aðeins einn stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, er með aðild að ESB á stefnuskrá sinni. Flokkar með samtals 70 prósent kjörfylgi hafa lýst andstöðu sinni við inngöngu í ESB. Skoðanakannanir sýna margítrekað að milli 60-70 prósent þjóðarinnar er andvíg inngöngu. Í gær birtist skoðanakönnun þar sem kemur fram að 70 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja draga umsóknina tilbaka.

Verði  umsókninni haldið til streitu eru vaxandi líkur á að samskipti Íslands og ESB bíði skaða af. Í Evrópu er spurt hvers vegna ríkisstjórn Íslands fer ekki eftir lýðræðislegum vilja þjóðarinnar. Hvorki Íslandi né Evrópusambandinu er greiði gerður með því að taka fé og fyrirhöfn í starf sem engar líkur eru á að leiði til aðildar Íslands.