Efnahagsástandið alvarlegt í ESB-ríkinu Lettlandi

Staða efnahagsmála er mjög alvarleg í Lettlandi. Ríkisstjórn landsins hefur lagt áherslu á að viðhalda tengingu gjaldmiðils landsins við evruna með því að grípa til óvinsælla efnahagsráðstafana eins og launalækkana, skattahækkana og mikils niðurskurðar hjá hinu opinbera í samræmi við lánasamkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Búist er við löngum og djúpum samdrætti í Lettlandi ef marka má spá sænska bankans Swedbank sem er umsvifamesti banki í Eystrasaltsríkjunum. Atvinnuleysi verði 13,5% á þessu ári að meðaltali og allt að 16% á næsta ári.

Heimild:
Latvia reports record economic contraction (Eubusiness.com 09/02/09)