Eignarhald í sjávarútvegi færðist úr landi með inngöngu í ESB

Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði í viðtali við skoska blaðið The Scotsman 9. febrúar sl. að með inngöngu í Evrópusambandið „myndi eignarhald í sjávarútvegi smám saman færast í hendur útlendinga.“ Í frétt blaðsins kemur fram að íslenskur sjávarútvegur og örlög hans yrði úrslitavaldur kæmi til viðræðna á milli Íslands og Evrópusambandsins um inngöngu í sambandið.

Á heimasíðu Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að frétt skoska blaðsins sé enn eitt dæmið um mikinn áhuga Skota á umræðunni hérlendis um Ísland og Evrópusambandið. Þeirra eigin reynsla af hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu sambandsins er bitur. Sú reynsla sé rakin í mjög ítarlegri grein Dr. James Wilkie, sem finna má á Evrópusambandstengli á vefsíðu LÍÚ.

Heimildir:
Eyewitness: Ingrid Melander in Brussels (The Scotsman 09/02/09)
„Eignarhald í sjávarútvegi myndi líklega færast í hendur útlendinga“ (Líú.is 17/02/09)
Segir ESB aðild þýða eignatilfærslu í sjávarútvegi úr landinu (Vísir.is 17/02/09)