Engin breyting á stefnu LÍÚ í Evrópumálum

Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Adolf Guðmundsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann áréttar að engin stefnubreyting hafi orðið á afstöðu LÍÚ eða hans sjálfs til inngöngu í Evrópusambandið. Hann sé á móti inngöngu, telur engar líkur á að hægt yrði að ná viðunandi samningum um inngöngu í sambandið og að best væri ef umsóknin um inngöngu yrði dregin til baka.

Evrópusambandssinnar töldu aldeilis hafa hlaupið á snærið hjá þeim þegar Ríkisútvarpið matreiddi frétt á dögunum þar sem því var haldið fram að Adolf vildi ekki draga umsókina um inngöngu í ESB til baka og vildi þess í stað klára aðlögunarferlið og reyna að ná sem bestum samningum við sambandið. Adolf sagði hins vegar að ef umsóknin yrði ekki dregin til baka yrði að reyna að ná sem bestum samningum. 

Heimild:
Formaður LÍÚ: Ummæli slitin úr samheng (Mbl.is 06/08/10)