Engin evra í Svíþjóð í fyrirsjáanlegri framtíð

Núverandi ríkisstjórn hægrimanna í Svíþjóð mun ekki boða til nýs þjóðaratkvæðis um evruna en kjörtímabili hennar lýkur í september á næsta ári. Hægriflokkarnir hafa ennfremur lýst því yfir að verði þeir áfram við völd á næsta kjörtímabili verði það sama uppi á teningnum. Nýverið lýstu vinstriflokkarnir í landinu því sömuleiðis yfir að ef þeir kæmust í ríkisstjórn eftir kosningarnar á næsta ári yrði ekki boðað til þjóðaratkvæðis á kjörtímabilinu. Því kjörtímabili lýkur árið 2014 þannig að ljóst þykir að þjóðaratkvæði um evruna í Svíþjóð verði ekki aftur á dagskrá fyrr en eftir það – ef einhvern tímann.

Heimild:
Why Sweden won’t join the euro (Swedishwire.com 04/06/09)