ESB brýtur lög á Íslandi

Útboð Evrópusambandsins á almannatengslaþjónustu og útgáfu á Íslandi vegna umsóknar Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu brýtur íslensk lög sem banna erlendum aðilum að fjármagna blaðaútgáfu hér á landi.

Í útboði Evrópusambandsins er talað um ,,Printed matter and related products.” Evrópusambandið hyggst verja allt að 1,5 milljónum evra í verkefnið eða 230 milljónum króna. Markmið útboðsins er að bæta ímynd og orðspor Evrópusambandsins hér á landi.

Í lögum frá 1978, með síðari breytingum, er skýrt kveðið á um bann við að erlendir aðilar kosti beint eða óbeint blaðaútgáfu hér á landi.

 

1. gr.1) Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu.
  
2. gr. Lög þessi taka til stjórnmálaflokka og félagasamtaka þeirra, svo og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum, beint eða óbeint, þ. á m. blaða, og einnig til blaða og tímarita, sem út eru gefin á vegum einstaklinga eða félagasamtaka.
3. gr. Bann það, sem felst í 1. gr. þessara laga, nær til hvers konar stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ. á m. til greiðslu launa starfsmanna eða gjafa í formi vörusendinga.
4. gr. Erlendir aðilar teljast í lögum þessum sérhverjar stofnanir eða einstaklingar, sem hafa erlent ríkisfang, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða ekki.