ESB er klúbbur þar sem menn beygja sig undir reglurnar

Egill Helgason, Evrópusambandssinni með meiru, hefur að undanförnu setið fundi úti í Frakklandi um Evrópumál og áttað sig á því að lítill áhugi sé af hálfu Evrópusambandsins að veita Íslendingum einhverjar undanþágur frá stefnum sambandsins ef íslensk stjórnvöld sækja um inngöngu í það.

Á bloggi sínu segir Egill í dag:

„Í gærmorgun sat ég langan fund, kannski ekki þann skemmtilegasta, um landbúnaðarkerfi Evrópusambandsins og stöðu Frakklands innan þess, sá sem talaði var fulltrúi frönsku bændasamtakanna. Á morgun er það fiskveiðipólitíkin – seinna í dag orkumál.

Af embættismönnum sem ég hef talað við og sérfræðingum er ekki að heyra að sé sérstaklega mikilla undanþága að vænta. Að það sé frekar eins og þetta sé að ganga inn í klúbb þar sem maður verður að beygja sig undir reglurnar. Sé frekar prèt-à-porter en klæðskerasaumað.

En það kemur væntanlega í ljós.“

Batnandi mönnum er best að lifa segir máltækið víst. Þetta hefur lengi legið fyrir og það þarf engar viðræður við Evrópusambandið til þess að komast að raun um það.

Heimild:
Prèt-à-porter (Eyjan.is/silfuregils 28/05/09)