ESB krefst aðlögunar Íslands

Í áfangaskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um stöðu Íslands eru undirstrikaðar kröfur um aðlögun að lögum og reglum ESB. Íslendingar eiga að banna hvalveiðar enda flokkar ESB nytjar á hval undir náttúruvernd. Í skýrslunni eru settar fram kröfur um að alþingi breyti lögum um fjárfestingar útlendinga í útgerð og leyfi fyrirtækjum í ESB-ríkjum að kaupa sig inn í íslenskan sjávarútveg.

Víðtækar kröfur eru gerðar til breytinga á íslenskum landbúnaði, meðla annars að sett verði upp ný stofnun til greiðslumiðlunar.

Í skýrslunni er þess getið að væntanlegt stjórnlagaþing muni auðvelda framsal fullveldis Íslands til alþjóðlegra stofnana.

Hér er hlekkur á skýrsluna.