Evran einn versti gjaldmiðill heimsins?

Greiningardeild breska stórbankans HSBC segir í nýrri skýrslu að norska krónan sé sennilega besti gjaldmiðill heims um þessar mundir. Frá þessu var greint á norska viðskiptavefnum E24 í dag. Þar segir að miðað sé við vöxt vergrar þjóðarframleiðslu, verðbólgu, lánshæfismat, afkomu ríkissjóðs og utanríkisviðskiptastefnu. Norska krónan hafi í öllum þessum flokkum verið í einu af þremur efstu sætunum. Verstu einkunnina fá hins vegar helstu gjaldmiðlar heimsins: dalur, evra, jen og pund.

Heimildir:
Norska krónan besti gjaldmiðill heims? (Mbl.is 26/02/09)
Kronen er best i verden (E24.no 26/02/09)