Evran er myllusteinn ESB

Evran var pólitískt verkefni í samrunferli Evópusambandsins og átti að tryggja að þýska hagkerfið ynni í þágu álfunnar. Þjóðverjar voru mótfallnir evrunni vegna þess að þýska markinu var fórnað. Aðeins eftir hátíðleg loforð þýsku stjórnmálaelítunnar um að evrusvæðið yrði aldrei að til þess að Þýskaland yrði ábyrgt fyrir skulum annarra þjóða var fallist á evru-verkefnið.

Eftir rúman áratug er evran á tímamótum. Til að evran eigi sér framtíð verða Þjóðverjar í reynd að taka að sér að ábyrgjast skuldir annarra evru-ríkja. Að öðrum kosti þarf að vinda ofan af verkefninu.

Í næstu viku fundar leiðtogaráð Evrópusambandsins. Skilaboðin eru að ríkisstjórnir aðildarríkja, einkum þeirra 16 sem mynda evru-svæðið, verða að koma sér saman um framtíð myntarinnar.