Evran er ósjálfbær mynt

Evran færi ekki staðist sem mynt sextán ríkja með jafn ólík efnahagskerfi og raun ber vitni, segir lávarður enskrar viðskiptablaðamennsku Samuel Brittan í Financial Times. Evran er ósjálfbær mynt vegna þess að ójafnvægið milli efnahagskerfanna sem mynda myntsvæðið eykst en minnkar ekki.

Þýskaland er í sérflokki og rekur efnahagskerfi byggt á aga og sterku skipulagi. Jaðarríki eins og Írland, Spánn og Grikkland eru í gjörólíkum efnahagstakti. Skráning evrunnar þyrfti að lækka um 30 prósent hjá Suður-Evrópuríkjum til að þau gætu orðið samkeppnishæf við Þjóðverja. Með evru er gengisfelling óhugsandi og því verða raunlaun að lækka og ríkisútgjöld að skreppa svo harkalega saman að hætta er á verðjöðnun.

Efnahagsaðgerðir til að bjarga evrunni verða margar áður en yfir lýkur. En niðurstaðan er óhjákvæmileg, segir Brittan. Evran er ósjálfbær mynt.

Hér er hlekkur á grein Brittan í Financial Times.