Evran hefði ekki hjálpað Dönum í efnahagskreppunni

Það hefði ekki hjálpað Dönum að vera með evrur í veskinu í stað danskra króna í yfirstandandi efnahagskreppu. Það er álit meirihluta 60 helstu hagfræðinga Danmerkur að því er danska viðskiptablaðið Börsen greinir frá. Börsen og fréttastofan Ritzau fengu svör 52 hagfræðinga við spurningunni. Um 60% voru þeirrar skoðunar að evran hefði ekki breytt ástandinu til batnaðar en 37% voru þeirrar skoðunar að evran hefði gagnast betur en krónar.

Heimild:
Evran hefði ekki hjálpað Dönum gegnum kreppuna (Amx.is 29/06/09)