Evran skelfur

Ágúst Þórhallsson, lögfræðingur og fjármálaráðgjafi, ritaði áhugaverða grein á fréttavefinn Amx.is í gær þar sem hann fjallar um stöðu efnahagsmála innan evrusvæðisins og þær blikur sem framundan eru fyrir svæðið og sameiginlegan gjaldmiðil þess, evruna. Í greininni segir m.a.:

“Fjárfestar eru nú að átta sig á því að evran er í djúpum skít út af gríðarlegum skuldbindingum evrópskra banka í Austur–Evrópu sem er eins og sviðin jörð þessa dagana. Sérstaklega eru bankar frá Austurríki og Svíþjóð nefndir til sögunnar. Til að mynda liggur fyrir að austurrískir bankar hafa lánað til Austur-evrópskra ríkja (fyrrum Sovétríkjunum) fjárhæðir sem nema um 70% af þjóðarframleiðslu Austurríkis. Í austurrískum fjölmiðlum er talið að 10% afskriftir af þessum lánum leiði til þess að fjármálakerfið muni hrynja þar í landi. Evrópski þróunarbankinn hefur á öðrum stað talið líklegt að 10-20% af þessum lánum þurfi að afskrifa. Sænska krónan hefur fallið eins og spilaborg á þessu ári og líklegt að mikil vandamál komi upp þar í kjölfarið.”

Og síðan:

“Það er komið að dómsdegi fyrir evruna og það myntbandalag sem byggir á henni. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna á hvort bandalagið er nógu sterkt til að takast á við björgun evrópska bankakerfisins.”

Heimild:
Evran skelfur (Amx.is 17/02/09)