Evrópusambandið gagnrýnt fyrir að reka „áróðursvél“

Sænska hugveitan Timbro sendi frá sér skýrslu nýverið þar sem Evrópusambandið er harðlega gagnrýnt fyrir að hafa í gegnum tíðina farið langt út fyrir það sem kallast geti eðlileg og sanngjörn upplýsingamiðlun og hafa þess í stað skapað áróðursvél. Í skýrslunni segir m.a.: „Evrópusambandið hefur á kostnað skattgreiðenda með virkum hætti hvatt til aukins samruna innan sambandsins og komið í veg fyrir frjálsa umræðu um framtíð þess og þannig farið út fyrir mörk þess sem getur talist til eðlilegra samskipta.“

Fram kemur í skýrslu Timbro að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ráðstafi á ári hverju fjármunum langt umfram þær 213 milljónir evra sem henni er úthlutað til samskiptamála. Fjármunirnir fara í verkefni eins og útvarpsstöðvar og vefsíður styrktar af sambandinu. Mikið af þessum fjármunum fari ennfremur til frjálsra félagasamtaka sem eru hlynnt Evrópusambandinu sem og ýmis konar áróður í skólstofnunum innan sambandsins.

Heimild:
Swedish think-tank denounces EU ‘propaganda’ (Euobserver.com 29/07/09)