Evrópusambandið kemur evrunni til varnar

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, og forseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópusambandsins, Jean-Claude Trichet, sá sig nýverið knúna til þess að koma evrunni til varnar eftir að framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), Dominique Strauss-Kahn, lýsti nýverið yfir áhyggjum af framtíð evrusvæðisins. Fullyrtu þeir að engar líkur væru á að evrusvæðið liðaðist í sundur en sífellt fleiri stjórnmálamenn, fræðimenn og fjármálastofnanir hafa á undanförnum vikum og mánuðum lýst vaxandi áhyggjum af svæðinu og að eitt eða fleiri ríki þess kunni að segja skilið við það. Yfirlýsingar Barroso og Trichet eru taldar til marks um hversu alvarlegt ástandið raunverulega er en svo virðist sem þeim hafi ekki tekist að slá á áhyggjur manna af afdrifum evrusvæðisins.