Evrópusambandssinnar fagna í dag

Eins og áður fagna Evrópusamtökin og önnur samtök Evrópusambandssinna í dag Evrópudeginum svokölluðum á heimasíðum sínum. Þann 9. maí árið 1950 sendi þáverandi utanríkisráðherra Frakka, Robert Schuman, frá sér svonefnda Schuman-yfirlýsingu sem markaði upphafið að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag. Dagurinn er þjóðhátíðardagur sambandsins.

Sömu aðilar hafa hins vegar aldrei séð ástæðu til þess að fagna lýðveldisstofnuninni 17. júní eða því að Ísland varð fullvalda ríki 1. desember. Þá fagnar hins vegar Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, ásamt öðrum sjálfstæðis- og fullveldissinnum.