Evrópuvæðing orkuauðlinda

Evrópusambandið leitar fyrir sér eftir auknum valdheimildum til að stýra orkuauðlindum aðildarþjóða í þágu heildarhagsmuna sambandsins. Evrópusambandið sér fram á orkuskort ef ekki tekst að skipuleggja orkuauðlindanýtingu aðildarþjóða. Á næstu vikum mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggja fram áætlanir um nýjar áherslur í orkustefnu sambandsins.

Samkvæmt The Parliment.com eru vaxandi áhyggjur í Brussel af hækkandi orkuverði og liltum orkuforða í Evrópusambandinu helstu ástæður þess að orkuauðlindamál verða sett í forgang.