Er Evrópusambandið ekki stærsta fríverslunarsvæði heimsins?

Evrópusambandið er ekki fríverslunarsvæði eins og t.a.m. Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) sem Ísland er aðili að. Evrópusambandið er m.a. tollabandalag sem er allt annars eðlis (þess utan vantar lítið upp á að sambandið verði að einu ríki). Tollabandalög leyfa vissulega frjálsa verslun innan sinna vébanda en viðhafa síðan háa tollmúra gagnvart viðskiptum við ríki utan þeirra. Innan fríverslunarsvæða er frjáls verslun og aðildarríki þeirra eru ekki svipt rétti sínum til þess að gera sjálfstæða viðskiptasamninga við ríki utan þeirra.