Er hægt að ganga úr ESB?

Það er ekkert úrsagnarákvæði í núverandi sáttmála Evrópusambandsins. Ekkert ríki (nema Grænland árið 1982) hefur sagt sig úr ESB. Í Lissabon sáttmálanum mun koma inn úrsagnarákvæði en það er mjög óljóst hvað bíður ríkis sem segir sig úr sambandinu. Ríki sem segir sig úr sambandinu hefur enga milliríkjasamninga og það tekur mörg ár að koma þeim á aftur. ESB mun hafa lítinn áhuga á að gera úrsögn sem auðveldasta, það eykur bara líkur á að önnur ríki yfirgefi sambandið ef þeim mislíkar eitthvað.