Héldu Íslendingar yfirráðum yfir fiskveiðum við Ísland ef gengið yrði í ESB?

Ef Ísland gengi í Evrópusambandið færðust yfirráðin yfir íslensku fiskveiðilögsögunni til sambandsins. Í þessu fælist að stór hluti þeirra reglna, sem þá giltu um sjávarútveg hér á landi, kæmi frá stofnunum Evrópusambandsins í Brussel. Þar yrði t.a.m. ákveðið hvaða tegundir mætti veiða hér við land, hversu mikið, hvænær og með hvernig veiðarfærum og þar yrðu teknar allar veigameiri ákvaðanir um það hvaða umhverfi íslenskum sjávarútvegi yrði búið í framtíðinni. Þessar ákvaðarnir yrðu eftirleiðis ekki teknar af Íslendingum heldur fyrst og fremst af embættismönnum Evrópusambandsins sem og fulltrúum annarra ríkja þess. Þá einkum og sér í lagi þeim stærri.