Hvað kosta aðildarviðræður?

Inngönguferlið í Evrópusambandið tekur um tvö ár og að því koma tugir sérfræðinga, lögfræðingar, ríkisstjórn, utanríkisnefnd, álitsgjafar ofl. Þessu fylgja mikil ferðalög til Brussel og annara landa til að afla sjónarmiðum okkar fylgis. Utanríkisráðuneytið hefur áætlað kostnað vegna umsóknarinnar um inngöngu um einn milljarð króna en ljóst þykir að sú tala er engan vegin raunhæf. Líklegt er að þegar upp verður staðið verði kostnaður skattgreiðenda nokkrir milljarðar króna.