Hvernig er líklegt að Evrópusambandið þróist til framtíðar?

Enginn getur fullyrt um það hvernig Evrópusambandið muni þróast til framtíðar. Hins vegar er hægt að gera ráð fyrir líklegri framtíðarþróun sambandsins ef litið er til þess hvernig það hefur þróast til þessa. Ef eitthvað hefur einkennt þróun Evrópusambandsins til þessa er það sífellt meiri samruni og miðstýring á öllum sviðum. Fátt bendir til annars en að þessi þróun muni halda áfram. Í dag vantar lítið upp á að sambandið verði að einu ríki.