Fjárfestar farnir að forðast Evrópusambandið

Fréttavefur breska dagblaðsins The Daily Telegraph greindi frá því í gær að alþjóðlegir fjárfestar væri farnir að forðast Evrópusambandið eftir að tekin var ákvörðun um að koma Grikklandi til hjálpar í miklum efnahagserfiðleikum landsins. “Evrópusambandið er orðið að svæði sem enginn hættir sér inn á,” hefur fréttavefurinn eftir Patrik Schowitz, sérfræðingi hjá bandaríska fjármálafyrirtækinu Bank of America Merrill Lynch.

Þetta kom fram í mánaðarlegri könnun fyrirtækisins á viðhorfum fjárfesta. Fram kom að í könnuninni að efnahagsvandi Grikklands hefði leitt í ljós alvarlega ágalla á uppbyggingu evrusvæðisins að mati fjárfesta og enn væri óljóst nákvæmlega hvernig til stæði að hjálpa Grikkjum.

Heimild:
Funds shun Europe as ‘no-go zone’ after Greek crisis (Telegraph.co.uk 07/04/10)