Formaðurinn í viðtali hjá Evrópuvaktinni

Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og formaður Heimssýnar, segir í viðtali við Evrópuvaktina að megin niðurstaða hans eftir samtöl við ráðamenn og áhrifamenn hjá Evrópusambandinu og Evrópuþinginu í Brussel skömmu fyrir páska sé sú, að fyrir utan innsta kjarnan í ESB séu menn í Brussel illa upplýstir um þá djúpu og sterku andstöðu, sem sé hér á Íslandi gegn aðild að Evrópusambandinu. Jafnframt sé ljóst, að þeir sem hafi haldið því fram hér að eins konar kalt stríð mundi brjótast út á milli Íslands og Evrópusambandsins ef Ísland stöðvi viðræður hafi rangt fyrir sér. Í Brussel sé enginn áhugi á að styggja Íslendinga.

Þá segir Ásmundur Einar að það hafi komið skýrt í ljós í samtölum hans, Tómasar Inga Olrich, fyrrum ráðherra, alþm. og sendiherra, Halldóru Hjaltadóttur, formanns Ísafoldar, Þorleifs Gunnlaugssonar, varaborgarfulltrúa VG og Gunnlaugs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Heimssýnar, við bæði sendherra Noregs í Brussel o.fl. að því fari víðs fjarri að EES-samningurinn sé að syngja sitt síðasta eins og haldið hefur verið fram hér. Þvert á móti sé það svo, að ESB þurfi ekki síður á því samstarfi við Noreg að halda sem þar fari fram en Noregur. ESB fái bæði gas og olíu frá Noregi og Noregur sé fimmta stærsta viðskiptaland ESB.

Meira um þetta hér.