Forseti sniðgengur ESB-umsókn

Forseti Íslands minntist ekki einu orði á aðildarumsóknina að Evrópusambandinu í ávarpi sem hann hélt við setningu alþingis 1. október. Engu að síður voru utanríkismál meginefni ávarpsins.  Forsetinn rædd samskipti Íslands við stórveldi á borð við Rússland, Kína, Indland og Bandaríkin en gat Evrópusambandsins aðeins í framhjáhlaupi. Engum vafa er undirorpið að forseti Íslands sér fyrir fullvalda þjóð utan Evrópusambandsins. Eftirfarandi orð eru til vitnis um það

Allt sýnir þetta að Ísland á þrátt fyrir áföllin marga góða kosti, sóknarfæri sem brýnt er að nýta. Hrakspár sem heyrðust áður fyrr, að orðspor landsins hefði laskast svo í kjölfar bankahrunsins að við myndum einangrast á alþjóðavelli, hafa sem betur fer ekki ræst. Þvert á móti er hægt að færa ítarleg rök fyrir því að staða Íslands hafi sjaldan, ef nokkru sinni, falið í sér jafn fjölbreytt tækifæri, að lega landsins muni og á komandi árum reynast okkur hinn mesti styrkur.

Hér má lesa ávarpið í heild.