Framseljanlegir kvótar á milli landa innan ESB?

Tillögur um breytingar á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem komið hafa fram gætu gengið að sjávarbyggðum í Skotlandi dauðum nái þær fram að ganga. Þetta segir Struan Stevenson skoskur þingmaður á Evrópusambandsþinginu. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur lagt til að sjávarútvegsstefnu þess verði m.a. breytt þannig að innleiða megi reglur um sölu veiðiheimilda á milli landa.

Stevenson segir ESB þegar næstum hafa murkað lífið úr skoskum sjávarútvegi. Hann telur að það myndi þýða dauðadóm yfir skoskum sjávarútvegi ef t.d. voldug útgerðarfélög á Spáni gætu sölsað undir sig botnfiskkvóta Skota. Skoskir fiskimenn misstu þá ekki aðeins vinnuna heldur töpuðust þúsundir starfa í höfnum og landvinnslu því ljóst væri að erlendu skipin myndu ekki landa afla sínum í Skotlandi.

Heimild:
“Dauðadómur yfir skoskum sjávarútvegi” (Vb.is 02/05/10)