Fréttablað Heimssýnar komið út

Heimssýn hefur gefið út 16 síðna fréttablað sem dreift var með Morgunblaðinu þann 11. nóvember sl. Í fréttablaðinu er fjöldi greina um stöðu aðildarviðræðna og margvíslegur fróðleikur, meðal annars um gjaldmiðlamál, Evrópusambandið og tengt efni.

Forsíðufréttin er sú að afgerandi meirihluti landsmanna vill draga umsóknina til baka. Hér er hægt að hlaða niður blaðinu í pdf útgáfu: Fréttablað heimssýnar nóvember 2012