Fundaröð Heimssýnar: Húsavík – Blönduósi – Suðurnesjum

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum heldur fundi á þremur stöðum á landinu á næstunni. Sjaldan hefur umræðan um Evrópusambandið, aðildarumsókn Íslands og sjálfstæði landsins verið brýnni en einmitt nú. Fundirnir verða sem hér segir:

Húsavík, laugardaginn 7. nóvember 2009 kl. 11 f.h. í sal stéttarfélaganna. Ávörp flytja: Ásta Svavarsdóttir kennari og Kristján Þór Júlíusson alþingismaður. Fundarstjóri Kristín Linda Jónsdóttir í Miðhvammi.

Blönduósi, mánudagskvöldið 9. nóvember 2009 kl. 20:30 á ,,Pottinum og pönnunni“. Ávörp flytja: Jóhannes Torfason bóndi á Torfalæk, og alþingismennirnir Ásmundur Einar Daðason og Gunnar Bragi Sveinsson. Fundarstjóri Jóhanna Pálmadóttir á Akri.

Reykjanesbæ, þriðjudagskvöldið 10. nóvember 2009 kl. 20:00 á Hótel Keflavík. Ávörp flytja alþingismennirnir Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Atli Gíslason.

Allir velkomnir!

 

Viltu fylgjast með umræðunni á Heimssýnarblogginu? Skoðaðu www.heimssyn.blog.is

NÝTT: Ný Facebook síða Heimssýnar: www.facebook.com/heimssyn