Glærur Peters Ørebech frá fyrirlestri hans í janúar

Peter Ørebech, þjóðréttarfræðingur við háskólann í Tromsö í Noregi, hélt fyrirlestur um sjávarútveginn og Evrópusambandið á fjölmennu málþingi sem Heimssýn stóð fyrir þann 11. janúar sl. Um eitt hundrað manns sóttu málþingið en þar héldu einnig erindi auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fulltrúar frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Samtökum fiskvinnslustöðva. Fyrirlestur Ørebech var á norsku og er nú hægt að nálgast glærur hans bæði á norsku og íslensku undir tenglinum “Gagnasafn” hér á síðunni. Þar er einnig hægt að nálgast hljóðupptöku af honum.