Grefur undan kjörum almennings

Verulegar áhyggjur eru nú í Frakklandi vegna aðflutts vinnuafls frá fátækari ESB-ríkjum. Áhyggjurnar stafa af því að erlent vinnuafl er að undirbjóða Franska verkamenn og telja menn að lífskjör séu í hættu segir í grein The Economic Times.

Málið er afar viðkvæmt í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins, og er talið að þetta verði eitt aðal mála á dagskrá á fundi 28 atvinnumálaráðherra í Evrópusambandinu 19-20 desember.

Núverandi reglugerð um frjálst flæði vinnuafls tók gildi 1996 en síðan hafa 12 ríki í mið- og austur-Evrópu gengið í sambandið. “Við verðum að breyta þessu ákvæði vegna þess að þetta er að eyðileggja mörg frönsk störf” segir Pierre Gattaz einn forystumanna atvinnulífsins í Frakklandi við Reuters.

Meira um þetta hér.