Guðbergur Egill nýr formaður í Eyjafirði

Aðalfundur Heimssýnar í Eyjafirði var haldinn í Sontahúsinu á Akureyri 5. apríl. Var fundurinn vel sóttur og umræður líflegar. Nýir félagar mættu til leiks enda umræðan undanfarin misseri kveikt í mönnum.

Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar ávarpaði fundinn og tók þátt í umræðum.

Ný stjórn var kjörin, en hana skipa Guðbergur Egill Eyjólfsson, formaður, Ólafur Þ. Jónsson, Guðmundur Beck, Baldvin Sigurðsson og Þorkell Ásgeir Jóhannsson.