Hagkerfi evruríkja eru ekki sjálfstæð lengur

Að sögn Jean-Claude Juncker, sem fer fyrir fjármálaráðherrum evruríkjanna, heyra sjálfstæð hagkerfi ríkja evrusvæðisins sögunni til. Þetta kom fram í viðtali við  Wall Street Journal. „Við höfum ekki lært nóg um sameiginlega stjórn á sameiginlegum gjaldmiðli. Of mörg hinna 16 ríkja [á evrusvæðinu] hegða sér eins og sjálfstæð hagkerfi, en sjálfstæð hagkerfi eru ekki lengur til staðar. Við tilheyrum nú hagkerfi sem er krýnt hinum sameiginlega gjaldmiðli,“ sagði Juncker.

Heimild:
Sjálfstæð evruhagkerfi ekki til (Mbl.is 07/06/10)