Heimssýn á norðanverðum Vestfjörðum

Aðalfundur Heimssýnar á Vestfjörðum í vikunni breytti nafni félagsins í Heimssýn á norðanverðum Vestfjörðum. Var það gert til að búa í haginn fyrir fleiri félög Heimssýnar í fjórðungnum.

Á aðalfundinum sem haldinn var í Einarshúsi í Bolungarvík hélt Stefán Jóhann Stefánsson hagfræðingur erindi um stöðu evrunnar. Í erindi sínu færði hann rök fyrir því að Evrópa væri ekki sérstaklega hagkvæmt gjaldmiðilsbandalag og benti á að aðstæður á Írlandi, Spáni og Ítalíu sem og í Portúgal og Grikklandi væru erfiðari í dag en þær annars væru ef ríkin hefðu hvert um sig verið með sjálfstæða mynt. Töluverðar umræður sköpuðust um erindi Stefáns Jóhanns og veltu fundarmenn því m.a. upp hvort aðrir gjaldmiðlar en króna og evra kæmu til greina fyrir Ísland.

Ný stjórn Heimssýnar á norðanverðum Vestfjörðum var kjörin á aðalfundinum. Hana skipa nú Björn Birkisson, formaður, Víðir Benediktsson og Birna Lárusdóttir. Varamenn eru Ragnheiður Hákonardóttir, Ingólfur Þorleifsson og Halla Signý Kristjánsdóttir.

Sjá frétt á BB.