Heimssýn á Suðurnesjum stofnað

Stofnfundur Heimssýnar á Suðurnesjum var haldinn á Hótel Keflavík, þriðjudaginn 10. nóvember. Framsögur fluttu Atli Gíslason og Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmenn Suðurkjördæmis. Fundarstjóri var Páll Vilhjálmsson. Um 20-30 manns sóttu fundinn og voru umræður líflegar að loknum framsöguræðum.

Á stofnfundinum var stjórn kjörin. Í fyrstu stjórn félagsins á Suðurnesjum sitja eftirtaldir:

– Ingólfur Ólafsson

– Björk Guðjónsdóttir

– Reynir Sigurðsson

Varastjórn:

– Guðrún Þorsteinsdóttir

– Agnar Sigurbjörnsson