Heimssýn Húnavatnssýslum – aðalfundur

Þann 27 apríl sl. var  aðalfundur Heimssýnar í Húnavatnssýslum haldinn í félagsheimilinu  Víðihlíð, mæting var með ágætum.
Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti:

1.Skýrsla stjórnar
2.Tillaga að lögum fyrir félagsdeildina
3.Kosning stjórnar
4.Kosning skoðunarmanna
5.Erindi fulltrúa framkvstj. Heimssýnar
6.Umræður

Fundarstjóri sem var Björn Magnússon frá Hólabaki flutti skýrslu stjórnar og fjallaði um það starf sem unnið hefur verið á liðnu starfsári.
Kosin var ný stjórn sem situr í stjórn Heimssýnar í Húnavatnssýslum næsta árið og er hún skipuð  eftirfarandi:

Jón Örn Stefánsson formaður
Sigríður Ólafsdóttir varaformaður
Björn Magnússon
Skúli Einarsson
Guðrún Guðmundsdóttir

Varastjórn skipa:

Telma Magnúsdóttir
Ragnar Sigtryggsson
Svava Jóhannsdóttir

Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður mætti á fundinn fyrir hönd framkvæmdastjórn Heimssýnar og flutti skemmtilega ræðu. Í kjölfarið urðu fjörugar umræður sem stóðu fram eftir kveldi.

Því næst tók til máls Ólafur Óskarsson fráfarandi formaður og fjallaði ma. um nauðsyn þess að koma fræðslu um atvinnuvegi á Íslandi inn í fræðslu grunnskólanna. Ólafur þakkaði gott félagsmönnum og stjórn fyrir gott samstarf og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar.

Að lokum þakkaði Björn Magnússon fundarstjóri Ólafi fyrir gott og mikið starf sem hann hefur unnið fyrir félagið á sl. árum.
Þar með var gestum færðar þakkir fyrir komuna og fundi slitið.

 

Jón Örn Stefánsson formaður.