Hoppað á ESB-vagninn

Bjarni Harðarson fjallaði á bloggsíðu sinni á dögunum um misvísandi skilaboð frá aðilum innan Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um Evrópumál og hvort sækjast eigi eftir inngöngu í Evrópusambandið eða ekki. Vitnaði hann þar til eftirfarandi ummæla Lilju Mósesdóttur, hagfræðings og frambjóðanda hjá VG, í Speglinum í Ríkisútvarpinu:

“Vinstri græn hafa rætt þann möguleika að ganga inn í ESB og taka upp evruna en hafa ákveðið að það þyrfti fyrst að fara fram málefnaleg umræða um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu og síðan þá upptöku evrunnar og að slíkt ákvörðunarferli þurfi að vera lýðræðislegt þannig að á þessari stundu er ekki alveg ljóst hvert flokkurinn muni stefna varðandi aðild að Evrópusambandinu þar sem flokkurinn er í raun og veru að leggja þessa ákvörðun í hendurnar á þjóðinni.”

Heimild:
Allir hoppa á ESB vagninn – VG stefnulaus! (Bjarnihardar.blog.is 22/02/09)