Hvert stefnir Evrópusambandið?

Föstudaginn 30. ágúst 2013 í stofu N-132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 17:15–18:15, flytur Marta Andreasen, Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn og fyrrverandi aðalendurskoðandi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, erindi sem hún nefnir: Hvert stefnir Evrópa? “The European Union, where is it going?” Fundarstjóri verður Björn Bjarnason.

Erindið er á vegum Íslensks Þjóðráðs í samvinnu við Rannsóknarstofnun um nýsköpun og hagvöxt.“. Eftir erindi Andreasons, fyrirspurnir og umræður verður móttaka á staðnum. Marta Andreasen varð kunn um alla Evrópu þegar hún sem endurskoðandi framkvæmdastjórnar ESB benti á víðtæka spillingu, bruðl og misferli. Hún reyndi að koma ábendingum til yfirmanna  án árangurs. Kerfið tók til sinna ráða þegar fjölmiðlar tóku að fylgjast með baráttu hennar. Í maí 2002 var Marta Andreasen rekin úr starfi fyrir að sýna ekki nægilega “…hlýðni og virðingu.”  Þann 1. ágúst 2002 opinberaði hún gagnrýni sína á blaðamannafundi.

Marta Andreasen er af spænsku bergi brotin, fædd í Argentínu árið 1954. Hún er búsett í Bretlandi og situr á Evrópuþingi fyrir breska Íhaldsflokkinn.

Heimssýn hvetur að sem flestir mæta til þess að heyra erindi hennar.