Íbúar Álandseyja orðnir langþreyttir á yfirgangi og afskiptasemi ESB

Íbúar Álandseyja, sem eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands, eru orðnir langþreyttir á endalausum yfirgangi og afskiptasemi Evrópusambandsins af málum sem þeir áttu að fá að ráða sjálfir þegar þeir gengu í sambandið ásamt Finnlandi árið 1994. Sama er að segja um miðstýringaráráttu Evrópusambandsins og tilraunir til að samræma ótrúlegustu hluti innan þess, eitthvað sem íbúum eyjanna þykir engan veginn henta sínum hagsmunum. Roger Norlund, forsætisráðherra Álandseyja, segir eyjarnar finna staðbundnar lausnir við vandamálum sínum, en Evrópusambandið sé byggt á heildarlausnum og samræmingu fyrir öll aðildarríki sambandsins. Telja sumir að svo geti jafnvel farið að íbúar Álandseyja ákveði á endanum að segja skilið við Evrópusambandið af þessum sökum.

Heimildir:
Crushed by EU powers (Telegraph 15/02/06)
Tiny island that’s ready to stop Europe in its tracks (Telegraph 15/02/06)