Ísland er ekki lengur umsóknarríki

Í dag afhenti Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra Íslands, Edgars Rinkevics, sem nú gegnir formennsku í Evrópusambandinu, bréf þess efnis að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki að sambandinu. Af því tilefni ræddi fréttavefurinn Visir.is við Jón Bjarnason, formann Heimssýnar, sem sagði að þetta hefði bara verið ánægjulegt og eðlilegt skref.

Jafnframt sagði Jón það vera ríkisstjórnarinnar að meta þetta en umsóknin sem slík hefði fyrir löngu verið komin í pólitískt og efnislegt strand. Síðan sagði Jón: “Þetta gat engan veginn haldið áfram. Á síðasta vetri fékk þingið nákvæma greinargerð [skýrslu Hagfræðistofnunar] um það að ekki væri hægt að halda áfram inngönguferlinu á grundvelli þeirra fyrirvara sem Alþingi setti. Evrópusambandið krafðist fullra yfirráða yfir fiskimiðunum til dæmis.“

Sjá hér viðtalið við Jón Bjarnson, formann Heimssýnar.