Ísland fær enga sérmeðferð

Ísland má búast við jákvæðu viðhorfi sænskra stjórnvalda sæki landið um inngöngu í Evrópusambandið, en engri sérmeðferð. Svíar verða í forsæti sambandsins síðari helming þessaárs. „Við viljum gjarnan koma til hjálpar, en við verðum að fylgja reglunum”, segir Cecilia Malmström, Evrópuráðherra Svíþjóðar í samtali við þýska dagblaðið Frankfurter Rundschau. Hún segir jafnframt að þótt Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu á næstunni og þrátt fyrfir þá staðreynd að Íslendingar hafi þegar leitt í lög nokkurn hluta af löggjöf sambandsins geti formlegar viðræður um inngöngu ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi eftir hálft ár.

Dagblaðið hefur ennfremur eftir Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, að ef Íslendingar settu fram þá kröfu að fá undanþágur vegna sjávarútvegsins yrði það vandamál.

Heimild:
Ísland fær enga sérmeðferð (Rúv.is 01/07/09)