Íslendingar: Til hamingju með þjóðhátíðardaginn!

Heimssýn óskar landsmönnum öllum til hamingju með þjóðhátíðardaginn. Í dag eru 66 ár liðin frá því að Ísland varð lýðveldi þann 17. júní árið 1944 og Íslendingar tóku á ný öll sín mál í eigin hendur eftir nær sjö aldir undir erlendri stjórn. En baráttunni fyrir sjálfstæði landsins lauk ekki þá, þeirri baráttu mun aldrei ljúka. Eftir að stjórn landsins var komið aftur að fullu í hendur Íslendinga hefur sjálfstæðisbaráttan snúist um að varðveita sjálfstæðið og standa vörð um það gegn ásælni þeirra sem vilja gera það að engu. Megi Ísland og íslenska þjóðin verða áfram sjálfstæð og fullvalda og hafa ástæðu til þess að halda áfram að fagna frelsi sínu á 17. júní ár hvert um ókomna framtíð.