Íslensk blekking í Brussel

Aðalsamningamaður Íslands í viðræðum við Evrópusambandið, Stefán Haukur Jóhannesson, ber fyrir sig meingallaða könnun Fréttablaðsins þegar hann segir á fundi með þingmönnum Evrópusambandsins að Íslendingar hafi enn áhuga á aðild að ESB.

Evrópusambandið sér í gegnum blekkingu starfsmanns Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Evrópusambandið hefur látið Capacent-Gallup gera þrjár kannanir um afstöðu Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu. Fyrsta könnunin var gerð síðast liðið sumar, næsta í október og sú þriðja fyrir tveim vikum.

Utanríkisþjónustuna setur niður þegar hún leggur fram þvætting úr Fréttablaðinu um afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu.

Tekið héðan.