Íslensk stjórnvöld tefja ESB-ferlið

Steingrímur J. segist vilja flýta viðræðum við ESB en það er blekking.

Timo Summa sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi hefur sagt að íslensk stjórnvöld ákveði sjálf hraða viðræðnanna um aðild að ESB. Viðmið fyrir viðræður við þjóð sem á aðild að EES-samningnum líkt og við er eitt og hálft ár eða 16-18 mánuðir.

Umsókn Íslands var send í júlí 2009 eða hálfu þriðja ári, 30 mánuðum.

Íslensk stjórnvöld teygja lopann í viðræðum við ESB; Samfylkingin vegna þess að hún vill eiga til góða ófullgerðan samning við næstu kosningar og VG vegna þess að flokkurinn myndi endanlega klofna þegar samningur lægi fyrir.