Jón Sigurðsson: ESB-umsókn búin að vera

Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins skrifar grein í Fréttablaðið  í kjölfar Icesave-atkvæðagreiðslunnar. Jón er aðildarsinni og hefur verið talsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Í greininni segir Jón

Umsókn um aðild að ESB er gjörtapað mál. Trúlega er farsælast að stöðva ferlið með vinsamlegum hætti þegar á næstu vikum.

Jón hefur þetta að segja um ríkisstjórnina.

Þreyta og vonbrigði forystumanna ríkisstjórnarinnar eru beinlínis átakanleg. Stjórnin er bæði helsærð og helsjúk. Hún getur ekki skilað starfi en hefur ekki burði til að hrökklast frá heldur.