Kerfislæg spilling í Brussel

Hollenskur endurskoðandi sem um árabil starfaði hjá Evrópusambandinu líkir yfirhylmingaráttu framkvæmdastjórnarinnar í Brussel við stjórnarhætti Sovétríkjanna gömlu. Spillingin í Brussel er kerfislæg og verður ekki upprætt fyrr en ESB tileinkar sér gagnsæja stjórnarhætti, segir Maarten Engwirda sem hætti í starfi fyrir tíu dögum.

Engwirda er ekki sá fyrsti sem vekur athygli á fjármálasódómunni í hjarta Evrópusambandsins. Fyrir nokkrum árum var Marta Andreasen aðalbókari rekinn úr starfi fyrir að vekja athygli á óreiðunni á bókhaldi sambandsins.

Dagblaðið Telegraph fjallar um spillinguna í Brussel þar sem æðstu embættismenn leggja sig fram um að kæfa umræðu um óreiðuna.