Lehman-augnablik evru nálgast

Juncker forsætisráðherra Lúxembúrg og Tremonti fjármálaráðherra Ítalíu skrifa í Financial Times að efna verði til skuldabréfamarkaðar fyrir evru-bréf til að að auka aðgengi skuldugra evru-ríkja að fjármagni. Skuldabréfamarkaðurinn fæli í sér sameiginlega ábyrgð evru-ríkja á skuldum sem í reynd þýddi að þýski ríkissjóðurinn ábyrgðist skuldir evru-ríkja. Angela Merkel kanslari Þýskalands hafnar þessum hugmyndum.

Þjóðverjar munu að óbreyttu ekki samþykkja að axla ábyrgð á skuldum evru-ríkjanna án undangenginna breytinga á stofnsáttmálum Evrópusambandsins. Ef til kæmi myndu Þjóðverjar krefjast ígildi sameiginlegs fjármálaráðuneytis fyrir öll evru-ríkin.

Líkur eru á að evrunni séu allar bjargir bannaðar. Roger Bottle skrifar í TelegraphLehman-augnablik evru nálgast óðfluga. Þar vísar Bottle til hruns Lehmans bankans í september 2008 sem hratt af stað keðjuverkun sem meðal annars felldi íslenska bankakerfið og setti það írska á hliðina.